Ömmubrauð
Hráefni
6 dl. súrmjólk eða mjólk
4 msk. smjör, brætt
420 g hveiti (fínmöluðu spelti)
2-3 msk. hveitiklíð
1-2 msk. hörfræ
1 msk. sykur
1tsk salt
6 tsk. Royal lyftiduft
4-5 msk. smjör (til að setja ofan á)
Uppskriftin er fengin að láni hjá Gestgjafanum.
Vinsamlegast athugið að myndin tengist upskriftinni ekki beint.
- Hitið ofninn í 180°C. Blandið súrmjók og smjöri saman. Bætið hveiti (spelti), hveitiklíði,, hörfræjum, sykri,salti og Royal lyftidufti út í og hrærið saman með sleif. Setjið deigið í smurt jólakökuform og bakið í rúma klukkustund.
- Smyrjið smjöri á brauðið þegar það er nýkomið úr ofninum. Ef brauðið klárast ekki er gott að sneiða það sem eftir er niður og frysta. Svo er mjög gott að rista brauðið.