Mokka- og karamellukaka

Mokka- og karamellukaka

Mokka- og karamellukaka

Botn
200 g sykur
200 g smjör, mjúkt
4 egg
225 g hveiti
2 tsk. Royal-lyftiduft
100 g suðusúkkulaði

Karamellukrem
100 g smjör, mjúkt
100 g flórsykur
3 msk Royal-karamellubúðingsduft
heitt vatn

Mokkakrem
100 g smjör, mjúkt
150 g flórsykur
1 msk. skyndikaffi
heitt vatn

Súkkulaðibráð
150 g dökkt súkkulaði 56%
3 msk rjómi

Uppskriftin er fengin að láni frá Gestgjafanum. Vinsamlegast athugið að myndin tengist uppskriftinni ekki beint.

  1. Botn: Hitið ofninn í 180°C Þeytið sykur og smjör saman þar til blandan er létt og kremkennd. Bætið eggjum út í, einu í senn og hrærið vel á milli. Blandið hveiti og Royal lyftidufti saman við. Bræðið suðusúkkulaðið yfir vatnsbaði eða í örbylgjuofni og hrærið saman við deigið. Smyrjið þrjú tertubotnaform vel og skiptið deiginu í þau. Bakið botnana í um 15 mínútur eða þar til tannstöngull sem stungið er í kökubotnana miðja kemur út hreinn. Látið botnana kólna í dálitla stund áður en þeim er hvolft úr formunum og á bökunargrind þar sem þeir eru látnir kólna alveg áður en kremið er sett á þá.
  2. Karamellukrem: Þeytið smjör, flórsykur og búðingsduft mjög vel saman. Bætið heitu vatni smám saman út í þar til kremið er orðið hæfilega þykkt og samfellt.
  3. Mokkakrem: Þeytið smjör og flórsykur vel saman Bætið heitu vatni smám saman út í þar til kremið er orðið hæfilega þykkt og samfellt.
  4. Súkkulaðibráð: Hitið súkkulaði og rjóma saman þar til súkkulaðið hefur bráðnað alveg og blandan er samfelld og glansandi.
  5. Samsetning: Leggið kökuna þannig saman að karamellukremið fer ofan á fyrsta botninn. Leggið annan kökubotn yfir og jafnið mokkakreminu ofan á. Setjið loks þriðja botninn ofan á og hellið súkkulaðibráðinni þar ofan á. Það er fallegt að skreyta þessa tertu með ferskum berjum og hún bragðast einstaklega vel með þeyttum rjóma.