Hollar hafra- og bananamúffur
Hráefni
2 bollar hafrar
1 tsk Royal-lyftiduft
1 1/2 tsk kanill
1 bolli mjólk
2 vel þroskaðir bananar, stappaðir
2 msk olía
1 egg
2 tappar vanilludropar
Ofninn hitaður á blæstri í 180°
Uppskriftin er fengin að láni frá Gígju Sigríði Guðjónsdóttur
- Höfrum, Royal-lyftiduftinu og kanil blandað vel saman í skál.
- Í aðra skál er stöppuðum bönunum, vanilludropum, mjólk, olíu og eggi hrært saman.
- Vökvablöndunni er hellt út í hafrana og hrært vel.
- Deiginu er skipt niður í 10 form og inn forhitaðan í ofn á á blæstri í 180°C í 20-25 mínútur. Nota má álform, silikonform eða pappírsform.