Karamellu bollur

Karamellu bollur

Vatnsdeig uppskrift

100 gr smjörlíki
2 dl vatn
100 gr hveiti
2-3 egg

Smjörlíki og vatn hitað í potti þar til smjörlíkið er bráðnað, takið pottinn af, setjið allt hveitið í einu út í, hræra vel, sjóða saman, ekki lengi. Látið kólna dálítið, gott að strá örlitlu salti yfir. Hrærið í hrærivél, setjið eitt egg í einu og hrærið vel á milli, degið á að vera frekar þykkt.

Bakað við 240°C í 5-6 mínútur, lækkað í 200°C í c.a. 15-20 mínútur í blástursofni. ATH það skiptir miklu máli að ofninn sé orðinn 240°C áður en bollurnar eru settar í ofninn og það má alls ekki opna ofninn meðan bollurnar bakast.

Karamellu fylling

1/4 líter mjólk
Pakki royal karamellubúðingur
2-3 kúfaðar matskeiðar þeyttur rjómi
2 lúkur karamellukurl eða eftir smekk
2 línur saxað karamellupipp eða eftir smekk
Karamelluíssósa

Hrærið saman búðingsduft og mjólk og láti stífna. Hrærið þeytta rjómanum saman við og svo karamellukurli og karamellupippi. Sprautið smá karamellusósu í botninn á bollunum. Setjið c.a kúfaða matskeið af karamellufyllingu yfir og lokið bollunni.

Karamellupippsósa og skraut

100 g brætt karamellupipp
2-3 msk rjómi
karamellukurl til að setja ofan á.

Hellið bræddu karamellupippi og rjóma yfir og skreytið með karamellukurli.

Uppskrift fengin í láni frá Karamellu og nutella bolludagsbollur | Kruðerí og kjánabangsar (wordpress.com)