Vatndeigsbollur uppskrift
3 stk egg
300 ml vatn
160 g Kornax hveiti
150 g smjör
Súkkulaði ganache
100 g Konsum súkkulaði
50 ml rjómi
Fylling
100 g Lindor kúlur með jarðaberjafyllingu
40 ml rjómi
400 ml rjómi, þeyttur
3-4 msk jarðaberja Royal
Kókosbolla
Jarðaber
Skraut
Nóa Kropp
Sprinkles
AÐFERÐ
Vatnsdeigsbollur
1) Hitið ofninn í 175°(viftu).
2) Setjið vatn og smjör í pott. Þegar suðan er komin upp er potturinn tekinn af hitanum og hveitinu hrært saman við þar til deigið hættir að festast við hliðarnar.
3) Deigið sett í hrærivélaskál og hrært þar til deigið kólnar.
4) Næst er eggjunum bætt saman við einu í einu þar til þau hafa blandast vel saman við deigið
5) Að lokum sprautum við bollur (líka hægt að nota skeið) á bökunarpappír eða sílikonmottu og bökum við 175°C heitum ofni í að minnsta kosti 20 mínútur.
– Athugið – Ekki má opna ofninn á meðan bollurnar eru að bakast.
Súkkulaði ganache
1) Við hitum rjómann upp að suðu og hellum yfir saxað súkkulaðið.
2) Hrærum vel saman og leyfum að kólna örlítið.
Fylling
1) Við hitum 40 ml af rjóma upp að suðu og hellum yfir Lindorkúlurnar (saxaðar) og hrærum vel saman. Leyfum að kólna örlítið.
2) Næst þeytum við saman 400 ml af rjóma og Royal búðinginn.
3) Að lokum blöndum við þessum varlega saman með sleif.
Samsetning
1) Við setjum hálfa kókosbollu á botninn á bollunni.
2) Næst setjum við jarðaberjarjómann og stráum jarðaberjum yfir.
3) Síðan dýfum við lokinu í súkkulaðiganache og stráum að lokum muldu Nóa kroppi og sprinkles yfir.
Uppskrift fengin í láni hjá Jarðaberja kókosbolla – Velkomin (sylviahaukdal.is)
- Sent inn af
- heidamjolllive-com