Jarðaberjaostakökubollur
Einn pakki af Toro Hveteboller dufti, bakað eftir íslenskum leiðbeiningum á pakka (fæst í Fjarðarkaup og Iceland)
1 pakki jarðarberja Royal Búðingur
1 Pakki af ostakremi frá Toro
1 dl og 125 gr Rjómaostur í sitthvoru lagi (eitt í rjómann á milli hitt í ostakremið)
1,5 dl rjómi
2,5 dl nýmjólk
50 gr smjör
Jarðaberjasulta
Fersk jarðaber
Aðferð
- Byrjið á að baka bollurnar eftir leiðbeiningum og kælið
- Setjið svo 1 dl af rjómaosti, 2,5 dl mjólk og 1,5 dl rjóma saman í skál og pískið vel saman eða notið handþeytara
- Setjið svo Royalbúðingin út í skálina og hrærið í eina mínútu með písk og setjið til hliðar
- Gerið svo kremið ofan á bolluna en í það er sett 1 pakki Ostekrem frá Toro, 50 gr mjúkt smjör og 125 gr rjómaostur og þeytt saman
- Skerið svo bollu í tvennt og setjið sultu og jarðaber á botninn
- Setjið svo Royalbúðing ofan á og lokið
- Setjið svo ostakrem ofan á toppinn og leyfið að standa í kæli í eins og korter (ekki samt skylda bara betra)
Uppskrift fengin í láni hjá Sex ofureinfaldar gerbollur sem allir geta bakað (paz.is)
- Sent inn af
- heidamjolllive-com