Árið 1866 stofnuðu Joseph Christoffel Hoagland og William Ziegler fyrirtækið The Royal Baking Company Co. og hófu framleiðslu á lyftidufti.
Lyftiduft er notað í bakstri til að ná fram lyftingu og gera afurðirnar léttari og loftmeiri. Þegar það er sett út í deigið og kemst í snertingu við vökva og síðan hita verða efnahvörf sem valda því að loftbólur myndast í deiginu sem stækka og deigið þenst út.
Í heil 60 ár hefur Royal lyftiduft verið framleitt í verksmiðju Agnars Ludvigssonar á Íslandi, sem er í eigu John Lindsay ehf.