Viktoríuterta
Botn
4 egg
2 dl sykur
4 msk hveiti
4 msk kartöflumjöl
1 tsk lyftiduft
Krem
Bláberjasulta
Royal-vanillubúðingur, 1 pakki
3 dl rjómi, þeyttur
Yfirlag
400 gr marsipan
Súkkulaði, brætt
- Botn: Egg og sykur þeytt vel saman þar til blandan er létt og ljós. Þurrefnin sigtuð út í og hrærð varlega saman við með sleif. Sett í smurt lausbotna form og bakað við 175°C í um 25 mínútur. Kælið botninn. Gott er að bleyta síðan aðeins í honum með safa af ávöxtum úr dós. Til að flýta fyrir má kaupa tilbúinn svamptertubotn.
- Krem: Smyrjið bláberjasultunni ofan á botninn. Vanillubúðingur er gerður skv. leiðbeiningum á pakka. Búðingnum er síðan blandað varlega saman við þeyttan rjóma og blandan sett ofan á svamptertubotninn.
- Yfirlag: Marsipanið er flatt út og síðan lagt ofan á tertuna. Skreytt með afskurði af marsipaninu og bræddu súkkulaði. Til að flýta fyrir má kaupa marsipan sem búið er að fletja út.