Botn
2 bollar hveiti
250 g mjúkt smjör
½ bolli grófsaxaðar pecan-hnetur
¼ bolli sykur
Rjómaostalag
400 g mjúkur rjómaostur
1 bolli flórsykur
1 msk. Sítrónusafi
Búðingslag
2 pk. ROYAL – vanillubúðingur
½ sítróna
3 ½ bolli mjólk
Gulur matarlitur
Rjómalag
1 peli rjómi
4 msk. sykur
1 tsk. vanilludropar
Uppskrift fengin úr Fréttablaðinu og þaðan fengin af vefnum blaka.is
- Hitið ofninn í 180°C. Blandið saman hveiti, smjöri, pecan-hnetum og ¼ bolla af sykri.
- Setjið blönduna í ílangt form og bakið í 20 til 25 mínútur. Leyfið botninum að kólna alveg. Hrærið rjómaost, flórsykur og sítrónusafa vel saman og deilið jafnt yfir botninn. Setjið inn í ísskáp.
- Hrærið ROYAL vanillubúðingsduftið, mjólkina, safa úr hálfri sítrónu og gulan matarlit vel samana.. Setjið yfir rjómaostalagið og aftur inn í ísskáp. Þeytið rjómann með vannilludropum og fklórsykri og breiðið yfir búðinginn. Njótið!