Vatnsdeigs vanillulengjur

Vatnsdeigs vanillulengjur

Vatnsdeigs vanillulengjur

Vatnsdeigs uppskrift

  • 160 gr smjör
  • 400 ml vatn
  • ½ tsk salt
  • 210 gr hveiti
  • 5 lítil egg (eða 4 stór)
  1. Hitið ofinn 200°C og gerið 2 bökunarplötur með smjörpappír tilbúnar.
  2. Bræðið smjör og hellið vatni út í og hitið að suðu, takið þá pottinn af hellunni og leyfið að rjúka úr blöndunni stutta stund og færið yfir í hrærivélarskál með K-inu.
  3. Setjið öll eggin í skál og pískið saman, setjið til hliðar.
  4. Bætið salti og hveiti saman við smjörblönduna og blandið saman, því næst smá og smá af eggjablöndunni saman við og skafið vel niður á milli.
  5. Setjið deigið í sprautupoka/zip-lock og notist við um 1,5cm stút eða klippið gat á pokann.
  6. Sprautið í lengjur og bakið í um 20-25 mínútur eða þar til lengjurnar eru vel gylltar (ekki opna ofninn á meðan bakað er).

 

Vanillufylling

  • 1 pk Royal vanillubúðingur blandaður í 400ml mjólk, kældur samkvæmt leiðbeiningum.
  • 500  ml stífþeyttur rjómi
  1. Smyrjið vanillubúðing á hverja lengju og því næst þeyttum rjóma (c.a 2/3 búðingur og 1/3 rjómi á hverri lengju eða eins og þið óskið)

Súkkulaðiglassúr

  • 7 dl flórsykur
  • 4 msk bökunarkakó
  • 3 tsk vanilludropar
  • 3 msk kaffi
  • 2-3 msk vatn
  • 3 msk brætt smjör
  1. Hrærið öllum hráefnunum saman í hrærivélarskálinni þar til slétt og fellt glassúrkrem hefur myndast. Smyrjið á hverja lengju að vild.

 

Uppskrift fengin í láni hjá Vatnsdeigs vanillulengjur – Gotterí og gersemar (gotteri.is)